Víkingur Ólafsvík mun taka þátt í riðlakeppni Evrópukeppni UEFA í Futsal dagana 27. – 1. september sem haldin verður í 13. sinn.
Víkingur varð Íslandsmeistari á dögunum og verða því fulltrúar Íslands á mótinu en riðill Ólsara verður leikinn í Ólafsvík.
Forráðamenn Víkings sóttust eftir því að fá að hýsa einn riðil og þeim var tilkynnt að svo yrði fyrr í dag.
Fyrirkomulag keppninnar er að 29 lið taka þátt í forkeppni þar sem liðunum er skipt í 8 riðla, 5 fjögurra liða riðla og 3 þriggja liða riðla. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram í aðalkeppnina þar sem fyrir eru 16 lið.
Dregið verður í riðla þann 3. júlí og í framhaldinu verður haldinn kynningarfundur á keppninni í Snæfellsbæ en frá þessu er greint á http://www.hsh.is.
Hér er stórt verkefni fyrir lítið en öflug félag sem án efa mun standa sig með miklum ágætum hvort sem er á vellinum sjálfum eða í framkvæmd mótsins.
Leikið verður í Ólafsvík í riðlakeppni Futsal
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

