Magnús Gunnarsson verður áfram í herbúðum Keflavíkur en hann hefur verið lykilmaður í liðinu um árabil.
Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Keflavík fær nýjan þjálfara nú í sumar en Bandaríkjamaðurinn Andy Johnston tekur þá við liðinu.
Magnús er einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi en á síðasta tímabili skoraði hann 13,4 stig að meðaltali í leik og var með rétt tæplega 30 prósent nýtingu utan þriggja stiga línunnar.
ÍR
Haukar