Sport

Gengu útaf blaðamannafundi eftir spurningar um lyfjamisnotkun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carmelita Jeter og Shelly-Ann Fraser-Pryce
Carmelita Jeter og Shelly-Ann Fraser-Pryce Mynd/AFP
Hlaupararnir Carmelita Jeter frá Bandaríkjunum og Shelly-Ann Fraser-Pryce  frá Jamaíku strunsuðu út af  blaðamannafundi í Mónakó fyrr í dag þegar blaðamaður hóf að spyrja þær út í lyfjamisnotkun.

Þær stöllur eru staddar í Monakó þar sem framundan er Demantamót í frjálsum íþróttum en þær vildi greinilega ekki svara neinum spurningum út í lyfjamisnotkun frjálsíþróttafólks.

Undanfarna daga hafa heimsþekktir frjálsíþróttamenn fallið á lyfjaprófi en þar má nefna spretthlauparann Tyson  og Asafa Powell.



Carmelita Jeter  hefur meðal annars orðið heims- og Ólympíumeistari en Shelly-Ann Fraser-Pryce er tvöfalur Ólympíumeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×