Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki komu fyrst í mark í kvenna- og karlafloki í Ármannshlaupinu í gærkvöldi.
Kári hljóp á tímanum 31 mínútur og 50 sekúndur en Arnar Pétursson úr ÍR varð annar á 32 mínútum og 59 sekúndum. Ingvar Hjartarson úr Fjölni varð þriðji aðeins tveimur sekúndum á eftir Arnari eftir æsilegan endasprett.
Arndís Ýr kom í mark á tímanum 37 mínútur og átta sekúndur. Helen Ólafsdóttir var önnur um hálfri mínútu á eftir Arndísi og Íris Anna Skúladóttir þriðja á 38 mínútum og sjö sekúndum.
Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á vefsíðunni Silfrid.is.
Arndís og Kári Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
