ÍR-ingurinn Mark Johnson vann öruggan sigur í stangarstökki karla á Meistaramótinu á Akureyri eftir að hafa stokkið yfir 5,15 m.
Hann fór yfir hæðina í þriðju atrennu og ákvað að reyna við tæplega 30 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Sigurðssonar sem er 5,31 m.
Mark náði því ekki í þetta sinn en árangurinn engu að síður glæsilegur en hann fékk 1018 afreksstig fyrir sigurstökkið.
Bjarki Gíslason sigraði í þrístökki karla og Thelma Lind Kristjánsdóttir hjá konunum. Sveinbjörg Zophaníasdóttir tryggði sér svo sigur í hástökki.
Þrístökk karla:
1. Bjarki Gíslason, UFA 14,63 m
2. Haraldur Einarsson, HSK 13,79
3. Stefán Þór Jósefsson, UFA 12,79
Þrístökk kvenna:
1. Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR 11,51 m
2. Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki 11,26
3. Dóróthea Jóhannesdóttir, ÍR 11,21
Hástökk kvenna:
1. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 1,67 m
2. Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA 1,64
3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 1,59
Stangarstökk karla:
1. Mark Johnson, ÍR 5,15 m
2. Börkur Smári Kristinsson, ÍR 4,53
3. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki 4,43
