Aníta heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2013 14:45 Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð rétt í þessu Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíueftir virkilega spennandi hlaup. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska sem kom í mark á tímanum 2:01.46. Sidorska var rétt á eftir henni allan síðari hringinn en Aníta gaf ekkert eftir og kom fyrst í mark. Aníta bætti sig um eina og hálfa sekúndu frá því í undanrásunum og sýndi það í dag að hún er tilbúinn að takast á við þær allra bestu í heiminum. Þess má geta að Aníta Hinriksdóttir er fædd 13. janúar árið 1996, ótrúlegt. Í síðustu viku varð Aníta heimsmeistari í sömu grein í 17 ára og yngri aldursflokknum. Mögnuð vika hjá stelpunni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Okkar mesta efni í frjálsum íþróttum, svo eitt er víst. Bein lýsing frá hlaupinu.Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi á Evrópumóti undir 19 ára sem fram fer þessa dagana í Rieti á Ítalíu. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5. Þá birtist lýsingin hér að neðan.Hér má sjá beina sjónvarpsútsendingu frá hlaupinu en Aníta keppir klukkan 15:15.Fyrir hlaupið:Aníta Hinriksdóttir er orðin Evrópumeistari eftir virkilega spennandi hlaup. Kom fyrst í mark á tímanum 2:01;16 Nú styttist í að ÍR-ingurinn fari af stað. Minnum á beina sjónvarpslýsingu hér að ofan. Frábært veður er á Ítalíu og allar aðstæður góður en það rigndi töluvert í undanrásunum þegar Aníta kom langfyrst í mark. Aníta varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi um síðustu helgi í undir 17 ára aldursflokknum. Hún getur í dag unnið annað mótið á einni viku. Aníta á mikla möguleika á að bæta 30 ára gamalt mótsmet á EM U19 og jafnvel 25 ára gamalt Evrópumet U19. Hér að neðan má sjá ýmis met:Heimsmet U17 1:57,18 Yuan Wang, Kína - sett 1993.Heimsmet U19 1:54,01 Pamela Jelimo, Kenía - sett 2008.Evrópumet U19 1:59,17 Birte Bruhns, Austur-Þýskalandi - sett 1988.Mótsmet EM U19 - 2:00,25 Katrin Wühn, Austur-Þýskalandi - sett 1983. Aníta kom lang fyrst í mark í undanrásunum og kom í mark á tímanum 2:02,62, langt á undan næstu hlaupurum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð rétt í þessu Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíueftir virkilega spennandi hlaup. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska sem kom í mark á tímanum 2:01.46. Sidorska var rétt á eftir henni allan síðari hringinn en Aníta gaf ekkert eftir og kom fyrst í mark. Aníta bætti sig um eina og hálfa sekúndu frá því í undanrásunum og sýndi það í dag að hún er tilbúinn að takast á við þær allra bestu í heiminum. Þess má geta að Aníta Hinriksdóttir er fædd 13. janúar árið 1996, ótrúlegt. Í síðustu viku varð Aníta heimsmeistari í sömu grein í 17 ára og yngri aldursflokknum. Mögnuð vika hjá stelpunni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Okkar mesta efni í frjálsum íþróttum, svo eitt er víst. Bein lýsing frá hlaupinu.Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi á Evrópumóti undir 19 ára sem fram fer þessa dagana í Rieti á Ítalíu. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5. Þá birtist lýsingin hér að neðan.Hér má sjá beina sjónvarpsútsendingu frá hlaupinu en Aníta keppir klukkan 15:15.Fyrir hlaupið:Aníta Hinriksdóttir er orðin Evrópumeistari eftir virkilega spennandi hlaup. Kom fyrst í mark á tímanum 2:01;16 Nú styttist í að ÍR-ingurinn fari af stað. Minnum á beina sjónvarpslýsingu hér að ofan. Frábært veður er á Ítalíu og allar aðstæður góður en það rigndi töluvert í undanrásunum þegar Aníta kom langfyrst í mark. Aníta varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi um síðustu helgi í undir 17 ára aldursflokknum. Hún getur í dag unnið annað mótið á einni viku. Aníta á mikla möguleika á að bæta 30 ára gamalt mótsmet á EM U19 og jafnvel 25 ára gamalt Evrópumet U19. Hér að neðan má sjá ýmis met:Heimsmet U17 1:57,18 Yuan Wang, Kína - sett 1993.Heimsmet U19 1:54,01 Pamela Jelimo, Kenía - sett 2008.Evrópumet U19 1:59,17 Birte Bruhns, Austur-Þýskalandi - sett 1988.Mótsmet EM U19 - 2:00,25 Katrin Wühn, Austur-Þýskalandi - sett 1983. Aníta kom lang fyrst í mark í undanrásunum og kom í mark á tímanum 2:02,62, langt á undan næstu hlaupurum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira