Usain Bolt nældi sér í sín þriðju gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag þegar Bolt og félagar hans í sveit Jamaíka unnu 4x100 m boðhlaup karla.
Sveit Jamíku kom í mark á 37,35 sekúndum sem er þó umtalsvert frá heimsmeti sveitarinnar sem er 36,74 sekúndur. Bandaríkin höfnuðu í öðru sæti hlaupsins en sú breska var í því þriðja.
Bolt vann einnig örugga sigra í 100m og 200m hlaupum heimsmeistaramótisins en þetta eru áttundu gullverðlaun þessa stórkostlega íþróttamanns á heimsmeistaramótum.

