Usain Bolt var heldur betur í essinu sínu á Luzhniki leikvanginum í Moskvu í dag þegar hann tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í 200 metra hlaupi. Bolt vann öruggan sigur og vann því bæði 100 og 200 metra hlaupið eins og á síðustu Ólympíuleikum í London.
Sýningin hjá Usain Bolt var hvergi nærri búin þegar hann var búinn að vinna hlaupið örugglega því áhorfendur höfðu ekki síður gaman af því þegar hann fagnað gullinu með öllum sínum stælum og stuðvenjum enda á ferðinni maður sem elskar sviðsljósið.
Hér fyrir ofan má sjá myndir af fagnaðarlátum sem ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar tóku af fagnaðarlátum Usain Bolt í dag. Hann var einnig afar sáttur með gullið sitt heldur einnig þá staðreynd að landi hans Warren Weir tók silfrið.
Usain Bolt kann alveg að fagna gullverðlaunum - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn


