Víkingur Ólafsvík mætir gríska liðinu Athina '90 í lokaleik H-riðils í undankeppni Futsal Cup kl. 20:00 í kvöld. Leikið verður í íþróttahúsinu á Ólafsvík.
Bæði félögin eistneska liðið Anzhi Tallinn og því ljóst að sigurvegari kvöldsins tryggir sér sæti í milliriðlum keppninnar.
Sigurvegari riðilsins mun mæta liðum frá Aserbaídsjan, Belgíu og Rúmeníu í milliriðli sem leikinn verður í Rúmeníu 1.-6. október.
Athina '90 vann 6-2 sigur á Anzhi frá Tallinn í gærkvöldi. Leikur Víkings og eistneska liðsins var öllu jafnari en Víkingur vann 8-7 sigur. Því dugar Grikkjunum jafntefli gegn Ólsurum í kvöld til að fara áfram á markatölu.
Frítt er inn á leikinn í kvöld.

