Hafþór Júlíus Björnsson lauk keppni í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heimsins sem lauk í Kína í dag. Hafþór varð einnig í þriðja sætinu fyrir ári síðan.
Eftir tvær greinar var Hafþór í efsta sæti mótsins en eftir það fór að halla undan fæti hjá Íslendingnum.
Brian Shaw varð sterkasti maður heims en hann er Bandaríkjamaður. Zydrunas Zavickas, sem vann mótið í fyrra varð í öðru sæti.
