Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2013 18:30 Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor. Loftslagsmál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor.
Loftslagsmál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira