Nútíma læknavísindi láta ekki að sér hæða og Griffin hefur nú staðfest að hann verði klár í fyrsta leik Bleiknefja um næstu helgi.
RG III staðfesti þetta sjálfur á Twitter-síðu sinni, stuðningsmönnum Redskins til mikillar gleði.
RG III sló í gegn á sínu fyrsta ári í deildinni og þykir einn mest spennandi leikmaður sem hefur komið fram í deildinni lengi.
Hann er einnig ákaflega vinsæll og seldi flestar treyjur allra leikmanna deildarinnar í fyrra.
