Ákært vegna harkalegu handtökunnar Kristján Hjálmarsson og Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2013 08:57 Íbúar við Laugaveg festu atvikið á filmu og fór myndbandið sem eldur í sinu á netinu. Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira