Ákært vegna harkalegu handtökunnar Kristján Hjálmarsson og Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2013 08:57 Íbúar við Laugaveg festu atvikið á filmu og fór myndbandið sem eldur í sinu á netinu. Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda