KRTV safnar fyrir eigin búnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2013 17:45 Brynjar Þór Björnsson. Mynd/VIlhelm KR-ingar hefja í dag söfnun til handa KRTV en KR-ingar hafa undanfarin ár sýnt frá heimaleikjum liðsins í gegnum netið. Nú ætla forráðamenn KRTV að hætta að leigja búnaðinn sem þarf í útsendingarnar og stefna nú að því festa kaup á eigin búnaði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Í dag, sunnudaginn 8. september, verður því hleypt af stokkunum söfnum til handa KRTV. Forráðamenn stöðvarinnar hvetja alla KR-inga og aðra áhugamenn um körfuknattleik að leggja sér lið og styðja KRTV. Hugmyndin er að með kaup á eigin búnaði verði hægt að nýta og reka KRTV á miklu stærri grundvelli heldur en áður hefur verið gert. Það er hægt að styrkja stöðina með því að leggja pening inn á söfnunarreikning KRTV en upplýsingar um hann eru hérna fyrir neðan.KR-ingar settu fram markmið sín í fréttinni: - KRTV stefnir að því að senda út frá öllum leikjum körfuknattleiksdeildar KR í DHL höllinni. Þá er átt við alla flokka kvenna og karla. - KRTV stefnir að því að senda út í háum gæðum og útsending verði stöðug. - KRTV stefnir að því að senda út allan sólarhringinn. Þegar ekki er verið að senda beint út frá leikjum eru gamlir leikir, ný og gömul tilþrif látin ganga í „loop-u“. - KRTV stefnir að taka upp alla leiki hjá öllum flokkum sem leiknir eru í DHL höllinni og varðveita til framtíðar. Varðveislugildi slíkra myndbanda verður ómetanlegt þegar fram líða stundir. - KRTV stefnir að vera með litla sjónvarpsstöð í fréttamannastúku DHL hallarinnar. KRTV ætlar að þjálfa ungt fólk við hin ýmsu verkefni sem lítil sjónvarpsstöð þarf að sinna. Klipparar, mixarar, upptökumenn, hljóðmenn, grafík og fleira.Söfnunarreikningur KRTV:Reiknisnúmer: 0137-26-010220Kennitala: 510987-1449 Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
KR-ingar hefja í dag söfnun til handa KRTV en KR-ingar hafa undanfarin ár sýnt frá heimaleikjum liðsins í gegnum netið. Nú ætla forráðamenn KRTV að hætta að leigja búnaðinn sem þarf í útsendingarnar og stefna nú að því festa kaup á eigin búnaði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Í dag, sunnudaginn 8. september, verður því hleypt af stokkunum söfnum til handa KRTV. Forráðamenn stöðvarinnar hvetja alla KR-inga og aðra áhugamenn um körfuknattleik að leggja sér lið og styðja KRTV. Hugmyndin er að með kaup á eigin búnaði verði hægt að nýta og reka KRTV á miklu stærri grundvelli heldur en áður hefur verið gert. Það er hægt að styrkja stöðina með því að leggja pening inn á söfnunarreikning KRTV en upplýsingar um hann eru hérna fyrir neðan.KR-ingar settu fram markmið sín í fréttinni: - KRTV stefnir að því að senda út frá öllum leikjum körfuknattleiksdeildar KR í DHL höllinni. Þá er átt við alla flokka kvenna og karla. - KRTV stefnir að því að senda út í háum gæðum og útsending verði stöðug. - KRTV stefnir að því að senda út allan sólarhringinn. Þegar ekki er verið að senda beint út frá leikjum eru gamlir leikir, ný og gömul tilþrif látin ganga í „loop-u“. - KRTV stefnir að taka upp alla leiki hjá öllum flokkum sem leiknir eru í DHL höllinni og varðveita til framtíðar. Varðveislugildi slíkra myndbanda verður ómetanlegt þegar fram líða stundir. - KRTV stefnir að vera með litla sjónvarpsstöð í fréttamannastúku DHL hallarinnar. KRTV ætlar að þjálfa ungt fólk við hin ýmsu verkefni sem lítil sjónvarpsstöð þarf að sinna. Klipparar, mixarar, upptökumenn, hljóðmenn, grafík og fleira.Söfnunarreikningur KRTV:Reiknisnúmer: 0137-26-010220Kennitala: 510987-1449
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira