Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í HÍ Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 13:29 David Gross heldur fyrirlestur í næstu viku. David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands. Nóbelsverðlaun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, mun þriðjudaginn 10. september halda fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Öreindafræðin fjallar um innstu gerð efnisheimsins og víxlverkanir milli efnisagna. Farið verður almennt yfir stöðu þekkingar í öreindafræði og helstu spurningar sem þar er leitað svara við. Fjallað verður um uppgötvanir sem tengjast Large Hadron Collider hraðlinum í Cern og rætt um stöðu strengjafræðinnar, sem er metnaðarfull kenning þar sem staðallíkan öreindafræðinnar og þyngdarfræði almennu afstæðiskenningarinnar eru fléttaðar saman og hinar ýmsu öreindir og kraftsvið náttúrunnar svara til mismunandi tóna sem slegnir eru á örsmáa strengi. Kenningin er hinsvegar langt því frá að vera fullmótuð og mörgum grundvallarspurningum er ósvarað. Fjölmargir strengjafræðingar hallast að því að umbylta þurfi hugmyndum um eðli tíma og rúms áður en strengjafræðin tekur á sig endanlega mynd. David J. Gross er fæddur 19. febrúar árið 1941 í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann er prófessor í kennilegri eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í Bandaríkjunum. Árið 2004 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt H. David Politzer og Frank Wilczek fyrir framlag til fræðilegrar eðlisfræði, sem leiddi til aukins skilnings á sterku víxlverkuninni meðal kjarna og öreinda.Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands 10. september og hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira