Manning í meta-ham í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2013 13:00 Peyton Manning Mynd/AP Peyton Manning varð í nótt fyrsti leikstjórnandinn í 44 ár til þess að senda sjö snertimarkssendingar í einum og sama leiknum í ameríska fótoboltanum þegar lið hans Denver Broncos vann 49-27 á NFL-meisturum Baltimore Ravens í opnunarleik NFL-tímabilsins. Manning jafnaði metið með þessum sjö snertimarkssendingum en hann komst þar í hóp með þeim Sid Luckman, Adrian Burk, George Blanda, Y.A. Tittle og Joe Kapp sem var sá síðasti til afreka þetta 28. september 1969. Heimsklassa leikstjórnendur eins og Tom Brady, Brett Favre, Dan Marino, Joe Montana, Steve Young eða Terry Bradshaw hafa aldrei náð þessu. Það er búist við miklu af Peyton Manning og félögum í Denver-liðinu en það kom fljótlega í ljós að Manning náði einstaklega vel saman við Wes Welker. Welker hefur verið uppáhald Tom Brady hjá New England Patriots í mörg ár og tók við tveimur af þessum snertimarkssendingum Manning í nótt en enginn annar hefur fengið snertimarkssendingu frá bæði Payton Manning og Tom Brady. Julius Thomas og Demaryius Thomas skoruðu líka tvisvar eftir sendingar frá Manning sem kastaði alls 462 yarda og státaði af leikstjórnendaeinkunninni 141.1 sem er tala sem sést ekki á hverjum degi. Meistararnir í Baltimore Ravens misstu hjartað úr vörninni sinni frá því að þeir unnu titilinn í febrúar og það er ljóst að þeirra bíður mikið verk að fylla í skarð þeirra Ray Lewis og Ed Reed. NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Peyton Manning varð í nótt fyrsti leikstjórnandinn í 44 ár til þess að senda sjö snertimarkssendingar í einum og sama leiknum í ameríska fótoboltanum þegar lið hans Denver Broncos vann 49-27 á NFL-meisturum Baltimore Ravens í opnunarleik NFL-tímabilsins. Manning jafnaði metið með þessum sjö snertimarkssendingum en hann komst þar í hóp með þeim Sid Luckman, Adrian Burk, George Blanda, Y.A. Tittle og Joe Kapp sem var sá síðasti til afreka þetta 28. september 1969. Heimsklassa leikstjórnendur eins og Tom Brady, Brett Favre, Dan Marino, Joe Montana, Steve Young eða Terry Bradshaw hafa aldrei náð þessu. Það er búist við miklu af Peyton Manning og félögum í Denver-liðinu en það kom fljótlega í ljós að Manning náði einstaklega vel saman við Wes Welker. Welker hefur verið uppáhald Tom Brady hjá New England Patriots í mörg ár og tók við tveimur af þessum snertimarkssendingum Manning í nótt en enginn annar hefur fengið snertimarkssendingu frá bæði Payton Manning og Tom Brady. Julius Thomas og Demaryius Thomas skoruðu líka tvisvar eftir sendingar frá Manning sem kastaði alls 462 yarda og státaði af leikstjórnendaeinkunninni 141.1 sem er tala sem sést ekki á hverjum degi. Meistararnir í Baltimore Ravens misstu hjartað úr vörninni sinni frá því að þeir unnu titilinn í febrúar og það er ljóst að þeirra bíður mikið verk að fylla í skarð þeirra Ray Lewis og Ed Reed.
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira