Fylkir og ÍA eru komin upp í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir leiki kvöldsins í umspili um laus sæti í deildinni.
Fylkir bar sigur úr býtum gegn Grindavík 3-2 og vann því samanlagt 6-3 í tveimur leikjum liðanna.
KR vann flottan sigur á ÍA 2-0 og litlu munaði að KR næði að knýja fram framlengingu en fyrri leikur liðanna fór 3-0 fyrir ÍA.
Það mátti því litlu muna fyrir Skagamenn en stelpurnar héldu út.
Þær gulu og appelsínugulu munu því leika í efstu deild að ári.
