Golf

Aron og Gunnhildur efnilegustu kylfingarnir

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Þrjár efstu stigahæstu stúlkurnar á Íslandsbankamótaröðinni í sumar.
Þrjár efstu stigahæstu stúlkurnar á Íslandsbankamótaröðinni í sumar. Myndir/GSÍ
Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands fór fram í dag og voru krýndir stigameistarar ársins á Áskorendamótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Stigameistarar í karla- og kvennaflokki urðu systkinin Signý og Rúnar Arnórsbörn bæði úr Golfklúbbnum Keili.

Efnilegustu kylfingar ársins 2013 eru þau Gunnhildur Kristjánsdóttir og Aron Snær Júlíusson bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Haraldur Franklín Magnús úr GR hlaut Júlíusarbikarinn en hann er veittur þeim kylfingi sem leikur á lægsta meðalskorinu á Eimskipsmótaröðinni í sumar.

Júlíusarbikarinn - Haraldur Franklín Magnús, GR

Stigameistari klúbba karlaflokkur - Golfklúbbur Reykjavíkur

Stigameistari klúbba kvennaflokkur - Golfklúbburinn Keilir

Stigameistari klúbba unglingaflokkar - Golfklúbbur Reykjavíkur

Efnilegustu kylfingarnir 2013

Karlaflokkur - Aron Snær Júlíusson, GKG

Kvennaflokkur - Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG

Eimskipsmótaröðin

Karlaflokkur:

1 Rúnar Arnórsson GK 5331.25

2 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 4350.00

3 Haraldur Franklín Magnús GR 4165.00

Kvennaflokkur:

1 Signý Arnórsdóttir GK 6382.50

2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 5857.50

3 Karen Guðnadóttir GS 5792.50

Íslandsbankamótaröðin

Piltaflokkur, 17-18 ára:

1 Aron Snær Júlíusson GKG 8570.00

2 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 8520.00

3 Ísak Jasonarson GK 6790.00

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:

1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 9350.00

2 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 8985.00

3 Helga Kristín Einarsdóttir NK 7282.50

Drengjaflokkur, 15-16 ára:

1 Gísli Sveinbergsson GK 7087.50

2 Henning Darri Þórðarson GK 6972.50

3 Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 6911.25

Telpnaflokkur, 15-16 ára:

1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 8008.75

2 Birta Dís Jónsdóttir GHD 7750.00

3 Saga Traustadóttir GR 7668.75

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:

1 Ingvar Andri Magnússon GR 8855.00

2 Arnór Snær Guðmundsson GHD 8841.25

3 Kristján Benedikt Sveinsson GHD 7060.00

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:

1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 9700.00

2 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 7847.50

3 Sunna Björk Karlsdóttir GR 7150.00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka

Piltaflokkur, 17-18 ára:

1 Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson GK 5400.00 Stig

2 Jón Hákon Richter GO 4852.50

3 Eggert Smári Þorgeirsson GO 4282.5

Drengjaflokkur, 15-16 ára:

1 Sverrir Kristinsson GK 4725.00

2 Oddur Þórðarson GR 4155.00

3 Stefán Ingvarsson GK 3915.00

Telpnaflokkur, 15-16 ára:

1 Melkorka Elín Sigurðardóttir GHG 3900.00

2 Ólöf Agnes Arnardóttir GO 3000.00

3 Sandra Ósk Sigurðardóttir GO 2565.00

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:

1 Lárus Garðar Long GV 7320.00

2 Daníel Ísak Steinarsson GK 6637.50

3 Lárus Ingi Antonsson GA 6163.50

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:

1 Íris Lorange Káradóttir GK 3000.00

2-3 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 1500.00

2-3 Ásdís Valtýsdóttir GR 1500.00

Stigameistarar LEK

Karlaflokkur: Jón Haukur Guðlaugsson, GR

Kvennaflokkur: María Málfríður Guðnadóttir, GKG




Fleiri fréttir

Sjá meira


×