Hreggviður Magnússon er hættur í körfubolta en þetta staðfesti ÍR-ingurinn við Karfan.is í kvöld. Hreggviður er að glíma við hnémeiðsli og ákvað að segja þetta gott.
„Undir leiðsögn sjúkraþjálfara og einkaþjálfara var ég að vinna skipulega í mínum málum og byrjaði undirbúningstímabilið með ÍR. Eftir um það bil þrjár vikur með liðinu komu upp ný meiðsli, NCL kalla þeir þetta læknarnir eða meiðsli í innri liðböndum og þetta var bara nokkuð áfall. Sérfræðingur tjáði mér að með þessa meiðslasögu ætti maður von á alvarlegri meiðslum ef maður yrði fyrir hnjaski eins og vill verða í t.d. körfubolta," sagði Hreggviður í viðtali á karfan.is.
Hreggviður er 31 árs gamall og fjarvera hans er mikið áfall fyrir ÍR-liðið sem hefur misst út mikla reynslu á stuttum tíma.
„Ég tók því þessa ákvörðun að hætta og augljóslega var þetta mjög erfið ákvörðun. Það er leiðinlegt að hætta þegar maður getur spilað og það vil ég gera en afleiðingarnar eru bara þess eðlis að maður þarf að hafa framtíðina í huga,“ sagði Hreggviður við karfan.is en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Hreggviður Magnússon varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með KR 2010-11 en hann snéri aftur til ÍR fyrir síðasta tímabil eftir tvö ár í Vesturbænum.
Hreggviður kláraði þó ekki tímabilið vegna meiðsla en var með 14,2 stig og 4,8 fráköst í tólf leikjum með ÍR í Dominos-deildinni 2012-13.
Hreggviður spilaði á sínum tíma 20 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 77 stig.
Hreggviður er í hinum magnaða 1982-körfuboltaárgangi en jafnaldrar hans eru meðal annars Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon.
Skórnir hans Hreggviðs upp á hillu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti


Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn
Fleiri fréttir
