Wladimir Klitschko og Alexander Povetkin berjast um heimsmeistaratignina í þungavigt í bardaga í Moskvu í dag klukkan 18.
Reynsluboltinn Klitschko, sem er 37 ára gamall Úkraínumaður, á titil að verja. Hann hefur ekki tapað bardaga síðan hann var rotaður af Lamon Brewster í Las Vegas árið 2004. Klitschko er töluvert hávaxnari en áskorandinn en ber mikla virðingu fyrir honum.
Klitscho sagðist í gær eiga von á mikilli baráttu gegn Rússanum Povetkin sem verður væntanlega vel studdur af löndum sínum í Moskvu. Povetkin, sem er 34 ára, hefur ekki beðið lægri hlut í 26 bardögum.
Bein útsending frá bardaganum hefst klukkan 18.
Risabardagi á besta tíma
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Steindór Andersen er látinn
Innlent



Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Rekstur hestaleigu stöðvaður
Innlent



