Alexander Rosen, yfirmaður íþróttamála hjá þýska knattspyrnuliðinu Hoffenheim, var alveg brjálaður eftir leik liðsins við Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld en liðið tapaði leiknum 2-1.
Stefan Kiessling, leikmaður Hoffenheim, skoraði kolólöglegt mark þegar hann skallaði boltann í gegnum gat á hliðarneti marksins og þaðan inn í markið.
Felix Brych, dómari leiksins tók ekki eftir gallanum á markinu og dæmdi því löglegt mark.
Nú vilja forráðamenn Hoffenheim hreinlega að leikurinn verði endurtekinn. Hoffenheim mun fara fram á það að leikurinn verði spilaður aftur og úrslitin dæmd ógild.
