Sigrar hjá KR og Njarðvík - öll úrsltin í kvennakörfunni Eyþór Atli Einarsson skrifar 13. október 2013 21:40 Mynd/Pjetur KR-stúlkur og Njarðvíkurstúlkur unnu bæði sína leiki í Domino´s-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 83-97. KR skellti Hamri á heimavelli 62-60.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Það var ekki margt sem benti til þess í hálfleik að Njarðvíkurstúlkur færu með sigur af hólmi gegn Haukum. Tíu stig skildu liðin að en Njarðvík mætti dýrvitlaust í síðari hálfleikinn og voru komnar þremur stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn. Haukastúlkur náðu forystunni aftur en voru fljótar að tapa henni niður og í stöðunni 75-75 gáfu gestirnir í og litu aldrei til baka. Fjórtán stiga sigur staðreynd. Hjá heimastúlkum í Haukum var Lele Hardy atkvæðamest með 33 stig, 16 fráköst, 9 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Það má ekki miklu muna að hún nái fjórfaldri tvennu. Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og tók 4 fráköst. Jasmine Beverly var með 19 stig og 9 fráköst fyrir Njarðvík, Erna Hákonardóttir skoraði 19 stig og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15. Í Frostaskjólið mættu Hamarsstúlkur hvergi bangnar og leiddu í hálfleik gegn KR með tuttugu stigum 19-39. Það virðist sem KR-stúlkur hafi vaknað upp við vondan draum í hálfleik og mættu kröftugar til leiks í síðari hálfleik. Þær unnu leikhlutann með 19 stigum og voru komnar einu stigi á eftir gestunum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi en að lokum voru það KR-stúlkur sem voru sterkari og sigruðu 62-60. Hjá KR var Kelli Thompson stigahæst með 22 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 og tók að auki 17 fráköst. Hjá Hamar var Íris Ásgeirsdóttir með 19 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir með fjórtán. Di´Amber Johnson skoraði 10 stig, tók tólf fráköst og stal sex boltum.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjunum í kvöld:Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst.Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin RúnarssonSnæfell-Valur 72-60 (22-15, 20-17, 14-16, 16-12)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/15 fráköst/5 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/10 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/4 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 20/8 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Rut Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 1. Dómarar: Jón Guðmundsson, Isak Ernir Kristinsson KR-Hamar 62-60 (9-17, 10-22, 26-7, 17-14)KR: Kelli Thompson 22/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/17 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2.Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Di'Amber Johnson 10/12 fráköst/6 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 5. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hakon Hjartarson Haukar-Njarðvík 83-97 (29-19, 25-25, 15-28, 14-25)Haukar: Lele Hardy 33/16 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/4 fráköst.Njarðvík: Jasmine Beverly 19/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 19, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johannes Pall Fridriksson Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Sjá meira
KR-stúlkur og Njarðvíkurstúlkur unnu bæði sína leiki í Domino´s-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 83-97. KR skellti Hamri á heimavelli 62-60.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Það var ekki margt sem benti til þess í hálfleik að Njarðvíkurstúlkur færu með sigur af hólmi gegn Haukum. Tíu stig skildu liðin að en Njarðvík mætti dýrvitlaust í síðari hálfleikinn og voru komnar þremur stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn. Haukastúlkur náðu forystunni aftur en voru fljótar að tapa henni niður og í stöðunni 75-75 gáfu gestirnir í og litu aldrei til baka. Fjórtán stiga sigur staðreynd. Hjá heimastúlkum í Haukum var Lele Hardy atkvæðamest með 33 stig, 16 fráköst, 9 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Það má ekki miklu muna að hún nái fjórfaldri tvennu. Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og tók 4 fráköst. Jasmine Beverly var með 19 stig og 9 fráköst fyrir Njarðvík, Erna Hákonardóttir skoraði 19 stig og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15. Í Frostaskjólið mættu Hamarsstúlkur hvergi bangnar og leiddu í hálfleik gegn KR með tuttugu stigum 19-39. Það virðist sem KR-stúlkur hafi vaknað upp við vondan draum í hálfleik og mættu kröftugar til leiks í síðari hálfleik. Þær unnu leikhlutann með 19 stigum og voru komnar einu stigi á eftir gestunum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi en að lokum voru það KR-stúlkur sem voru sterkari og sigruðu 62-60. Hjá KR var Kelli Thompson stigahæst með 22 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 og tók að auki 17 fráköst. Hjá Hamar var Íris Ásgeirsdóttir með 19 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir með fjórtán. Di´Amber Johnson skoraði 10 stig, tók tólf fráköst og stal sex boltum.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjunum í kvöld:Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst.Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin RúnarssonSnæfell-Valur 72-60 (22-15, 20-17, 14-16, 16-12)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/15 fráköst/5 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/10 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/4 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 20/8 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Rut Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 1. Dómarar: Jón Guðmundsson, Isak Ernir Kristinsson KR-Hamar 62-60 (9-17, 10-22, 26-7, 17-14)KR: Kelli Thompson 22/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/17 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2.Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Di'Amber Johnson 10/12 fráköst/6 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 5. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hakon Hjartarson Haukar-Njarðvík 83-97 (29-19, 25-25, 15-28, 14-25)Haukar: Lele Hardy 33/16 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/4 fráköst.Njarðvík: Jasmine Beverly 19/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 19, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johannes Pall Fridriksson
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Sjá meira