Eftir svekkjandi tap gegn Grindavík í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna í körfuknattleik lögðu stúlkurnar af Snæfellsnesinu Valskonur 72-60 í kvöld.
Snæfell náði forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Valur, sem spáð var titlinum, var skrefinu á eftir allan leikinn og sýndu Snæfellsstúlkur mátt sinn og megin með því að skila sigrinum í hús.
Atkvæðamest í liði Snæfells var Chynna Unique Brown en hún skoraði 26 stig, tók 15 fráköst ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.
Hjá Val var Jaleesa Butler atkvæðamest með 20 stig, átta fráköst, þrjár stoðsendingar og fjögur varin skot.
Snæfell spilar við Hamar á útivelli í næstu umferð en Valskonur taka á móti Keflavík.
Létu forskotið ekki af hendi
Eyþór Atli Einarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

