Aníta efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 17:38 Aníta Hinriksdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía) Frjálsar íþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fékk í kvöld gríðarlega stóra viðurkenningu þegar hún var valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu en verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, sem stendur nú yfir í Tallinn í Eistlandi. Aníta er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Hollenski spretthlauparinn Dafne Schippers varð í öðru sæti í kjörinu en í þriðja sæti var síðan Amela Terzic, 1500 metra hlaupari frá Serbíu. Bohdan Bondarenko, hástökkvari frá Úkraínu var kosinn Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en Frjálsíþróttakona ársins var valin Zuzana Hejnová frá Tékklandi en hún vann 400 metra grindarhlaup á HM í Moskvu. Aníta sló heldur betur í gegn í frjálsíþróttaheiminum síðasta sumar þegar hún vann gullverðlaun á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með aðeins sex daga millibili í júlí í sumar. Aníta hljóp fimm hlaup á þessum 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir og sýndi mikið sjálfstraust og öryggi í þeim öllum og bætti Íslandsmetið meðal annars í tvígang. Val EAA, Frjálsíþróttasambands Evrópu, fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook þar sem allir áttu atkvæðisrétt, en þar hlaut Aníta langflest atkvæði af þeim samtals rúmlega 16 þúsund atkvæðum sem bárust. Síðan voru vegin atkvæði bæði 54 sambanda íþróttafréttamanna í Evrópu og aðildarsambanda EAA. Loks kom nefnd sérfræðinga að valinu. Hlutur hvers þessara hópa vóg jafnt um heildarniðurstöðuna. Aníta hljóp best á tímanum 2:00,49 mínútum í sumar sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum. Aníta á nú 2.- 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og hún er ennfremur í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.Hér má sjá þrjá efstu í öllum flokkum í þessu kjöri:Frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu 2013: 1. Bohdan Bondarenko (Úkraína) 2. Mo Farah (Bretland) 3. Pawel Fajdek (Pólland)Frjálsíþróttakona ársins í Evrópu 2013: 1. Zuzana Hejnová (Tékkland) 2. Yelena Isinbayeva (Rússland) 3. Valeria Straneo (Ítalía)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá körlum 2013: 1. Emir Bekrić (Serbía) 2. Adam Gemili (Bretland) 3. Karsten Warholm (Noregur)Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta hjá konum 2013: 1. Anita Hinriksdottir (Ísland) 2. Dafne Schippers (Holland) 3. Amela Terzic (Serbía)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira