Golf

Björgvin snýr aftur til starfa hjá Keili

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Björn Loftsson.
Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Björn Loftsson. Mynd/Pjetur
Björgvin Sigurbergsson hefur verið ráðinn í stöðu yfirgolfkennara og íþróttastjóra Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Björgvin, sem er fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik, snýr aftur til starfa eftir að hafa tekið sér árshlé frá störfum.

„Það er mikill fengur í reynslubolta eins og Björgvini sem þekkir alla innviði klúbbsins og það starf sem hann stendur fyrir,“ segir í tilkynningu frá Keili.

Björgvin gerir samning til loka árs 2016 og Keilir á næstu vikum kynna fleiri golfkennara til starfa hjá klúbbnum sem mynda kennarateymi klúbbsins. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá klúbbnum í haust en bæði þeir Sigurpáll Geir Sveinsson og Jóhann Hjaltason hafa látið af störfum. Það er því mikilvægt fyrir klúbbinn að endurheimta starfskrafta Björgvins.

Björgvin Sigurbergsson, t.h., við undirskrift á dögunum.Mynd/Keilir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×