Ókurteisi við kassastarfsmenn matvöruverslana Elísabet Hall skrifar 27. október 2013 19:30 DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira