Bandaríkjamaðurinn Ashton Eaton, Ólympíu- og heimsmeistari í tugþraut, ætlar að leggja áherslu á keppni í 400 metra grindahlaupi á næsta ári.
Hvorki Ólympíuleikar né heimsmeistaramót eru á dagskránni á næsta ári. Þjálfari Eaton segir mikilvægt að brjóta upp æfingaferlið enda hætta á að Eaton þreytist og fái leiða geri hann ekki smá hlé á tugþrautaræfingum sínum.
„Andlegi þátturinn í frjálsum íþróttum er ekki síður mikilvægur en sá líkamlega,“ segir þjálfarinn Harry Marra í samtali við RunnerSpace.com. Æfingar fyrir 400 metra grindahlaup muni nýtast Eaton bæði í 400 metra hlaupi og 1500 metra hlaupi í tugþrautinni.
Marra hefur fulla trú á að Eaton geti gert góða hluti í 400 metra grind. Hann á best 45,64 sekúndur í 400 metra hlaupi en heimsmetið í greininni er 43,19 sekúndur. Heimsmetið í 400 metra grindahlaupi er 46,78 sekúndur.
„Ef hann stendur sig vel þá verður það mögulega til þess að fólk meti enn frekar afrek hans í tugþrautinni,“ segir Marra. Eaton er aðeins annar tugþrautarkappinn í sögunni til þess að brjóta 9000 stiga múrinn.
Ætlar að spreyta sig á 400 metra grindahlaupi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn


