Keflvíkingar áfram taplausir í karlakörfunni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 21:09 Michael Craion var með tröllatvennu í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflavík og Grindavík unnu örugga sigra í leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann 18 stiga sigur á Val, 94-76, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda en kanalausir Grindavíkingar unnu á sama tíma 25 stiga heimasigur á ÍR, 98-73. Grindavík var komið í 35-17 eftir fyrsta leikhluta og vann sannfærandi sigur á ÍR. ÍR-ingar unnu annan leikhlutann 26-15 og komu sér aftur inn í leikinn en sigur Grindavíkurliðsins var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík sem er enn að bíða eftir nýjum Bandaríkjamanni. Jóhann Árni var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í kvöld en Sigurður Gunnar Þorsteinsson bætti við 21 stigi, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Sveinbjörn Claessen var stigahæstur hjá ÍR með 19 stig. Keflvíkingar eru áfram með fullt hús og Valsmenn eru enn án stiga eftir að Keflavík vann 18 stiga sigur á Val á Hlíðarenda. Valsmenn unnu fyrsta leikhlutann 21-19 en frábær annar leikhluti (31-18) færði Keflavíkurliðinu frumkvæðið sem liðið hélt síðan út leikinn. Michael Craion var með tröllatvennu (21 stig og 21 frákast) og næstir honum í stigaskori voru þeir Arnar Freyr Jónsson (19 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolnir ) og Darrel Keith Lewis (16 stig). Ragnar Gylfason skoraði 20 stig fyrir Val og Chris Woods var með 14 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Grindavík-ÍR 98-73 (35-17, 15-26, 24-16, 24-14)Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 29/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 4/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19/7 fráköst/5 stolnir, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Terry Leake Jr. 14/12 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Birgir Þór Sverrisson 5, Matthías Orri Sigurðarson 4, Dovydas Strasunskas 2.Valur-Keflavík 76-94 (21-19, 18-31, 13-21, 24-23)Valur: Ragnar Gylfason 20/4 fráköst, Chris Woods 14/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12, Birgir Björn Pétursson 11/4 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 6/4 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Oddur Ólafsson 3, Kristinn Ólafsson 2, Hlynur Logi Víkingsson 2, Benedikt Skúlason 1.Keflavík: Michael Craion 21/21 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 19/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 16/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Gunnar Ólafsson 9, Guðmundur Jónsson 6, Andri Daníelsson 5, Hafliði Már Brynjarsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Valur Orri Valsson 2/10 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Keflavík og Grindavík unnu örugga sigra í leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann 18 stiga sigur á Val, 94-76, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda en kanalausir Grindavíkingar unnu á sama tíma 25 stiga heimasigur á ÍR, 98-73. Grindavík var komið í 35-17 eftir fyrsta leikhluta og vann sannfærandi sigur á ÍR. ÍR-ingar unnu annan leikhlutann 26-15 og komu sér aftur inn í leikinn en sigur Grindavíkurliðsins var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík sem er enn að bíða eftir nýjum Bandaríkjamanni. Jóhann Árni var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í kvöld en Sigurður Gunnar Þorsteinsson bætti við 21 stigi, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Sveinbjörn Claessen var stigahæstur hjá ÍR með 19 stig. Keflvíkingar eru áfram með fullt hús og Valsmenn eru enn án stiga eftir að Keflavík vann 18 stiga sigur á Val á Hlíðarenda. Valsmenn unnu fyrsta leikhlutann 21-19 en frábær annar leikhluti (31-18) færði Keflavíkurliðinu frumkvæðið sem liðið hélt síðan út leikinn. Michael Craion var með tröllatvennu (21 stig og 21 frákast) og næstir honum í stigaskori voru þeir Arnar Freyr Jónsson (19 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolnir ) og Darrel Keith Lewis (16 stig). Ragnar Gylfason skoraði 20 stig fyrir Val og Chris Woods var með 14 stig.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Grindavík-ÍR 98-73 (35-17, 15-26, 24-16, 24-14)Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 29/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 4/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19/7 fráköst/5 stolnir, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Terry Leake Jr. 14/12 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Birgir Þór Sverrisson 5, Matthías Orri Sigurðarson 4, Dovydas Strasunskas 2.Valur-Keflavík 76-94 (21-19, 18-31, 13-21, 24-23)Valur: Ragnar Gylfason 20/4 fráköst, Chris Woods 14/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12, Birgir Björn Pétursson 11/4 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 6/4 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Oddur Ólafsson 3, Kristinn Ólafsson 2, Hlynur Logi Víkingsson 2, Benedikt Skúlason 1.Keflavík: Michael Craion 21/21 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 19/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 16/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Gunnar Ólafsson 9, Guðmundur Jónsson 6, Andri Daníelsson 5, Hafliði Már Brynjarsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Valur Orri Valsson 2/10 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira