Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 09:33 Verkefnið hefur glatt mörg börnin í Úkraínu. myndir/Jól í skókassa „Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar. Jólafréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar.
Jólafréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira