Það verður sannkallaður risaslagur í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta þegar Keflavík fær Grindavík í heimsókn.
Ekki verður minna barist þegar b-lið Keflavíkur sækir ÍG, b-lið Grindavíkur, heim. Í b-liði Keflavíkur eru gamlar kempur á borð við Guðjón Skúlason og Gunnar Einarsson. Í liði Grindavíkur má meðal annars finna hinn margreynda landsliðsmann Guðmund Bragason.
Dregið var í 16-liða úrslitin í karla- og kvennaflokki í dag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki sækja Njarðvík heim. Bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaflokki sitja hins vegar hjá og koma inn í keppnina í 8-liða úrslitum.
Leikina má sjá hér að neðan.
Viðureignirnar í karlaflokki:
Keflavík - Grindavík
ÍG - Keflavík b
Haukar - Snæfell
Fjölnir - FSu
ÍR - Þór Akureyri
Njarðvík - Stjarnan
Tindastóll - Reynir Sandgerði
Skallagrímur - Þór Þorlákshöfn
Viðureignirnar í kvennaflokki:
Breiðablik - Fjölnir
Stjarnan - Grindavík
Njarðvík - FSu
Valur - Hamar
Tindastóll - Snæfell
Þór Akureyri - KR
Haukar og Keflavík sitja hjá í 16-liða úrslitum í kvennaflokki.
Tvöfaldur slagur Keflavíkur og Grindavíkur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn