Körfubolti

Clippers fór létt með Houston Rockets

Stefán Árni Pálsson skrifar
J.J. Redick í leik með Clippers
J.J. Redick í leik með Clippers nordicphotos/getty
Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og má þar helst nefna sigur LA Clippers á Houston Rockets, 137-118, í miklum stigaleik í Staples-Center í nótt.

J.J. Redick skoraði 26 stig fyrir Clippers í leiknum og setti hann 19 af þeim í fyrri hálfleiknum en þetta var fyrsta tap Rockets á leiktíðinni. Dwight Howard, leikmaður Houston Rockets, var mættur aftur í Staples-höllina í gær en hann lék með LA Lakers á síðustu leiktíð.

Chris Paul skoraði 23 points stig fyrir Clippters og gaf 17 stoðsendingar.

Jared Dudley var með 15 stig hjá Clippers.

Boston Celtics tapaði fyrir Mempis Grizzlies, 95-88, og var það fjóra tap Celtics á tímabilinu í fjórum leikjum.

Mike Conley skoraði 15 stig fyrir Grizzlies í leiknum og gaf átta stoðsendingar.  Jeff Green var með 22 stig hjá Celtics.

Golden State Warriors vann fínan sigur á Philadelphia 76ers, 110-90, og Cleveland Cavaliers vann Minnesota Timberwolves,93-92, í mjög svo spennandi leik en Timberwolves gat tryggt sér sigurinn undir lokin en skotið geigaði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×