Kansas City Chiefs var lélegasta lið NFL-deildarinnar í fyrra en liðið hefur heldur betur snúið spilinu við í ár. Kansas er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla leiki sína.
Stóru prófin eru þó eftir á lokavikum deildarkeppninnar mun Kansas meðal annars spila í tvígang gegn Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Þar er hart barist um sigur í riðlinum.
Jacksonville og Tampa Bay eru svo einu liðin sem hefur ekki enn tekist að vinna leik.
Stjarna helgarinnar kom úr óvæntri átt. Varaleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Nick Foles, blómstraði gegn Oakland og kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki.
Það er metjöfnun í deildinni og hann deilir því meti með Peyton og fleirum. Foles var búinn að ná þessum áfanga þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og hefði getað bætt það ef hann hefði ekki verið hvíldur lokaleikhlutann.
Úrslit:
Buffalo-Kansas City 13-23
Carolina-Atlanta 34-10
Dallas-Minnesota 27-23
NY Jets-New Orleans 26-20
St. Louis-Tennessee 21-28
Washington-San Diego 30-24
Oakland-Philadelphia 20-49
Seattle-Tampa Bay 27-24
Cleveland-Baltimore 24-18
New England-Pittsburgh 55-31
Houston-Indianapolis 24-27
Staðan í Ameríkudeildinni:
Austurriðill (sigrar-töp):
New England 7-2
NY Jets 5-4
Miami 4-4
Buffalo 3-6
Norðurriðill:
Cincinnati 6-3
Cleveland 4-5
Baltimore 3-5
Pittsburgh 2-6
Suðurriðill:
Indianapolis 6-2
Tennessee 4-4
Houston 2-6
Jacksonville 0-8
Vesturriðill:
Kansas City 9-0
Denver 7-1
San Diego 4-4
Oakland 3-5
Staðan í Þjóðardeildinni:
Austurriðill:
Dallas 5-4
Philadelphia 4-5
Washington 3-5
NY Giants 2-6
Norðurriðill:
Green Bay 5-2
Detroit 5-3
Chicago 4-3
Minnesota 1-7
Suðurriðill:
New Orleans 6-2
Carolina 5-3
Atlanta 2-6
Tampa Bay 0-8
Vesturriðill:
Seattle 8-1
San Francisco 6-2
Arizona 4-4
St. Louis 3-6
Green Bay og Chicago spila í nótt.

