Nýliðar Hauka komust í kvöld í sextán liða úrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eftir fimm stiga sigur á KFÍ, 66-61, í hörkuleik í Jakanum á Ísafirði.
Leikurinn var spennandi en gæði körfuboltans voru hinsvegar ekki mikil enda mikið undir. Haukarnir eru orðnir vanir að spila háspennuleiki og tryggðu sér sigur og sæti í sextán liða úrslitum.
Sigurður Þór Einarsson og Haukur Óskarsson voru stigahæstir hjá Haukum með 14 stig hvor en Davíð Páll Hermannsson skoraði 13 stig.
Ágúst Angantýsson var með 18 stig og 16 fráköst hjá KFÍ en Jason Smith skoraði bara 17 stig sem þykir ekki mikið á þeim bænum.
KFÍ var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 20-19, en Haukaliðið tók frumkvæðið í öðrum leikhluta og var þremur stigum yfir í hálfleik, 32-29. Haukarnir voru skrefinu á undan það sem eftir lifði leiks og lönduðu sínum fjórða sigri á tímabilinu fimm deildar og bikarleikjum.
KFÍ-Haukar 61-66 (20-19, 9-13, 16-17, 16-17)
KFÍ: Ágúst Angantýsson 18/16 fráköst, Jason Smith 17/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/14 fráköst, Pance Ilievski 9, Jón Hrafn Baldvinsson 3, Leó Sigurðsson 3.
Haukar: Sigurður Þór Einarsson 14, Haukur Óskarsson 14/5 fráköst/5 stolnir, Davíð Páll Hermannsson 13, Emil Barja 6/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Terrence Watson 5/10 fráköst/5 varin skot, Helgi Björn Einarsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Svavar Páll Pálsson 2/4 fráköst.
Nýliðar Hauka slógu KFÍ út úr bikarnum í Jakanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti
Fleiri fréttir
