Borussia Dortmund rústaði Stuttgart, 6-1, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld á heimavelli.
Stuttgart gerði fyrsta mark leiksins og heimamenn svöruðu því næst með sex mörkum.
Robert Lewandowski, framherji Dortmund, gerði þrennu í leiknum, Sokratis Papastathopoulos var með tvö og Marco Reus skoraði eitt mark fyrir Borussia Dortmund í kvöld.
Liðið er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum meira en FC Bayern sem á einn leik til góða.
Dortmund rústaði Stuttgart
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

