Sverrir Bergmann bauð stærsta leikmanni Dominos-deildarinnar, Ragnari Nathanealssyni, upp í dans í þættinum Liðið mitt á dögunum.
Ragnar spilar fyrir Þór í Þorlákshöfn og er engin smásmíði. Heilir 217 sentimetrar sem gerir hann að næststærsta manni Íslands á eftir Pétri Guðmundssyni, fyrrum leikmanni LA Lakers.
Sverrir spilaði einn á einn við Ragnar og var í banastuði. Risinn réð illa við lipra takta Sverris og leikurinn varð fyrir vikið áhugaverður.
Sjá má hvernig fór hér að ofan.
