Þetta eru tillögur hagræðingarhópsins 11. nóvember 2013 15:06 Ásmundur Einar, Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá og Guðlaugur Þór. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira