Landsliðsmarkverðirnir Hannes Þór Halldórsson og Gunnleifur Gunnleifsson eru gestir Sportspjallsins sem verður frumsýnt hér á Vísi á morgun.
Þeir Hannes og Gunnleifur ræddu bæði um knattspyrnulandsliðið og undankeppni HM 2014 en Ísland var nálægt því að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.
Markverðirnir munu einnig ræða um markvarðaþjálfun og framtíðarhorfur íslenskra markvarða.
Þátturinn verður frumsýndur á Vísi í hádeginu á morgun en í myndbrotinu hér fyrir ofan segja þeir frá undirbúningi sínum fyrir mögulega vítaspyrnukeppni í síðari umspilsleiknum gegn Króatíu í síðustu viku.
Hannes var klár í vítaspyrnukeppni
Mest lesið




Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn


„Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“
Handbolti

Bætti skólamet pabba síns
Körfubolti


