Uppdráttarsýki áfram í Reykjavík? 25. nóvember 2013 09:06 „Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar