Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, náði dramatískum myndum af því þegar Pálína meiddist en kærasti hennar, Magnús Þór Gunnarsson, rauk þá inn á völlinn til að huga að sinni konu. Það er hægt að sjá myndirnar hér fyrir neðan.
Sjúkraþjálfari Grindavíkur gat ekki sagt til um hversu alvarleg meiðslin væru í samtali við Sigmar Sigfússon, blaðamann Vísis á leiknum, en hann bjóst þó ekki við því að krossbandið væri slitið.
Pálína var hinsvegar sárþjáð og því var ákveðið að hringja á sjúkrabíl.



