Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur náð ótrúlegum árangri undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck en hann tók við liðinu fyrir undankeppni HM.
Ísland fór alla leið í umspil um sæti á heimsmeistaramótinu en liðið féll úr leik gegn Króötum eftir tap, 2-0, í síðari leik liðanna í gær.
Þjóðin er greinilega himinlifandi með störf Svíans og hefur nú verið stofnaður hópur á samskiptamiðlinum Facebook en þar skora Íslendingar á KSÍ að framlengja samninginn við Lars Lagerbäck.
Yfir tvö þúsund manns hafa sett nafn sitt við hópinn og má búast við að sú tala hækki mikið þegar líður á daginn.

