Vodafone á Íslandi beinir því til allra sem stofnað hafa aðgang að Vodafone.is og nota þar sama lykilorð og á öðrum stöðum á netinu, til dæmis tölvupósti og samfélagsmiðlum, að breyta lykilorðum sínum.
Tilgangurinn er að tryggja að upplýsingar sem erlendur tölvuhakkari hefur komist yfir opni ekki leið að þessum svæðum.
Tölvuárás var gerð á vefsíðu Vodafone í nótt. Tyrkneskur hakkari sem kallar sig Maxney segir að honum hafi tekist að hakka sig inn í upplýsingar um 77 þúsund íslenskra viðskiptavina farsímafyrirtækisins.
Hann segist hafa komist yfir tölvupóst, kennitölur og SMS-skeyti sem voru send á þriggja daga tímabili árið 2011. Á meðal skilaboða sem hann hefur birt á netinu eru samskipti þingmanna og ráðherra.
Breytið lykilorðum ykkar
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
