Birgir Örn Birgisson, þjálfari KFÍ, segir að sínir menn hafi látið framferði leikmanna Stjörnunnar fara í skapið á sér í leik liðanna í Domino's-deild karla í kvöld.
Stjarnan vann KFÍ, 91-77, þrátt fyrir að gestirnir frá Ísafirði hafi byrjað vel í leiknum. En þeir misstu svo tökin í síðari hálfleik.
„Við vorum í vandræðum með okkar sóknarleik og létum þar að auki tuðið þeirra fara í taugarnar á okkur. Það á ekki að gerast því það er þeirra stíll að tuða,“ sagði Birgir Örn. „Við bara héldum ekki einbeitingunni.“
Viðtalið má lesa í heild sinni hér, sem og frekari umfjöllun um leikinn.
Birgir Örn: Þeirra stíll að tuða
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti