Fótbolti

Bayern skoraði sjö mörk á móti Werder Bremen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel van Buyten fagnar marki sínu.
Daniel van Buyten fagnar marki sínu. Mynd/AP
Bayern München gefur ekkert eftir í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þýsku meistararnir fóru illa með Werder Bremen í 15. umferðinni í dag. Bayern vann leikinn 7-0 og er með sjö stiga forskot á Bayer 04 Leverkusen sem á leik inni seinna í kvöld.

Bayern München hefur náð í 41 af 45 mögulegum stigum til þessa í þýsku deildinni og markatalan er 39-7 þeim í hag. Liðið setur met í hverjum leik sem ekki tapast því ekkert þýskt lið hefur spilað svona lengi án þess að tapa leik.

Frakkinn Franck Ribéry skoraði tvö mörk og lagði einnig upp önnur tvö. Hin mörkin skoruðu þeir Daniel van Buyten, Mario Mandžukić, Thomas Müller og Mario Götze en fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Thomas Müller átti einnig tvær stoðsendingar eins og Ribéry.

Úrslitin í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag:

Borussia Mönchengladbach-Schalke 04    2-1

Eintracht Frankfurt-1899 Hoffenheim    1-2

Hamburg-Augsburg    0-1

Stuttgart-Hannover 96    4-2

Werder Bremen-Bayern München    0-7

Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×