Skotárás: Hreinsunarstarf lögreglu mun taka viku áður en hægt er að rannsaka vettvang nánar María Lilja Þrastardóttir skrifar 5. desember 2013 18:29 Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hreinsun fer nú fram í íbúð mannsins sem skotinn var til bana í Árbænum og telja lögreglumenn að hreinsunarstarfið geti tekið allt að viku áður en hægt er að rannsaka vettvanginn. Spurningar hafa vaknað í kjölfar málsins um eftirlit með félagsíbúðum og fólki sem lendir á gráu svæði innan kerfisins. Atburður mánudagsins, þegar andlega vanheill maður var skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur, er fæstum liðin úr minni. Lögregla sinnir nú hreinsunarstarfi út úr íbúð mannsins og er aðkoman þar vægast sagt hörmuleg, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði af vettvangi. Maðurinn sem skotinn var bjó í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Velfeðasviðs Reykjavíkurborgar. Í kjölfar atburðarins hafa því óneitanlega vaknað upp margar spurningar um eftirlit með veiku fólki í slíkum íbúðum. Fólk líkt og sá er hér um ræðir, lendir á gráu svæði innan kerfisins en lítil heimild er fyrir inngripi félagsmálayfirvalda þegar einstaklingur, sem jafnvel er talinn hættulegur sér og öðrum, er sjálfráða. Þá vegur friðhelgi heimilisins einnig mjög þungt meira að segja þótt nágrannar kvarti ítrekað undan ónæði eða sóðaskap. Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leiguíbúðir í höfuðborginni eða um 5 prósent allra íbúða í Reykjavík. Íbúðirnar standa til boða þeim sem eiga í miklum greiðsluörðuleikum og/eða eiga við mikinn félagsvanda að etja. Eftirlit með íbúðunum er í höndum félagsbústaða sem hafa engar heimildir umfram aðra leigusala. Í Fréttablaðinu í dag segir frá Sveini Pálmari Jónssyni, ungum manni sem lést í félagsíbúð sinni og uppgötvaðist ekki fyrr en viku eftir andlátið, þegar nágrannar hans fóru að kvarta undan daun. Systir hans Fjóla Jónsdóttir segir skort á samstarfi innan kerfisins um að kenna og að ekki sé hlustað nógu vel á áhyggjuraddir aðstandenda.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira