Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans. Agnar Guðmundsson, kerfisfræðingur hjá HSS, kannast ekki við málið.
„Heimasíðan okkar er hýst úti í bæ. Það eru Netsamskipti sem hýsa vefinn og þeir hafa sennilega bara sett gamla kópíu af vefnum til baka,“ segir Agnar í samtali við Vísi.
Hann segir upplýsingar um sjúklinga geymdar í Sögukerfinu svokallaða, sem flestar, ef ekki allar heilbrigðisstofnanir landsins nota.
„Einu gögnin sem hakkarinn hefði getað komist í eru símanúmer og netföng starfsfólks. Sjúkraskrárnar eru geymdar í allt öðru kerfi sem hefur engan snertiflöt við internetið.“
Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás

Tengdar fréttir

Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar
Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna.

Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár
Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum.