Stuðningsmenn Seattle Seahawks í NFL-deildinni eru þekktir þar í borg sem tólfti maðurinn og er það sannarlega réttmæt nafnbót.
Seattle spilaði afar mikilvægan leik gegn New Orleans Saints á mánudagskvöldið og vann sannfærandi sigur, 34-7. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er einn öflugasti leikmaður deildarinnar en náði sér engan veginn á strik.
Hluti af ástæðunni er án nokkurs vafa lætin sem stuðningsmenn Seattle framkalla á heimaleikjum liðsins. Leikstjórnendur þurfa oft að koma mikilvægum skilaboðum til félaga sinna á milli leikkerfa og það er erfitt þegar að hávaðinn er mikill.
Stuðningsmenn Seattle létu öllum illum látum á mánudagskvöldið - hoppuðu og öskruðu látlaust þannig að stúkan titraði. Nálægir jarðskjálftamælar urðu varir við lætin og mældu vægan jarðskjálfta fimm sinnum í leiknum.
CenturyLink Field, heimavöllur Seattle, er nú þegar í heimsmetabók Guinnes sem háværasti heimavöllur heims.
Læti áhorfenda á Richter-skalanum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn


„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

