"Harmsaga veiks manns“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. desember 2013 14:43 „Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda