Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. desember 2013 21:27 Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki. Vodafone-innbrotið Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent