Hann stal senunni á leik Buffalo Bills og Atlanta Falcons í NFL-deildinni um helgina. Hann stal reyndar ekki bara senunni heldur stal hann líka sæti kanadíska tónlistarmannsins Matt Mays.
Mays fraus er hann sá Ford í sætinu sínu og byrjaði að skrifa á Twitter hvað hann ætti að gera eiginlega?
Hann greinilega þorði ekki að fara upp að Ford og biðja um sætið sitt aftur en á endanum fékk hann það í síðari hálfleik. Líklega með hjálp öryggisvarða.


