Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. desember 2013 20:00 Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira